Heilbrigð menning innan fyrirtækja eykur verulega líkur á því að þau nái árangri og skari fram úr á sínu sviði. Slík menning veitir fyrirtækjum forskot gagnvart samkeppnisaðilum sínum.
Befirst veitir fyrirtækjum alhliða þjónustu á sviði vinnustaðamenningar, mannauðsstjórnunar, liðsheildar, stjórnunar, jafnréttismála og heilsueflingar í því skyni að ná framúrskarandi árangri og gera þau að eftirsóknaverðum vinnustöðum.
Árangursrík vinnustaðamenning gerist ekki fyrir tilviljun.
Birna Bragadóttir er stofnandi og framkvæmdarstjóri Befirst.
Birna hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og hefur veitt mörgum af öflugustu fyrirtækjum landsins ráðgjöf á sviði vinnustaðamenningar, jafnréttimála, stjórnunar og mannauðsmála.
Birna er stjórnarformaður Hönnunarsjóðs Íslands og á sæti í stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur.
Birna starfaði áður sem ráðgjafi hjá Capacent, sat í framkvæmdarstjórn Orku náttúrunnar og starfaði sem ráðgjafi framkvæmdarstjórnar. Hún var starfsþróunarstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og leiddi þar m.a. jafnréttisstarf fyrirtækisins en fyrirtækið hlaut jafnréttisverðlaun Jafnréttisstofu (2013) og Hvatningarverðlaun jafnréttismála (2015). Birna var jafnframt framkvæmdastjóri Sandhótel, starfaði við uppbyggingu þess hótels. Enn fremur starfaði Birna um langt skeið hjá Icelandair við mannauðsmál, fræðslu- og þjónustustjórnun.
Birna er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Hún er einnig stjórnendamarkþjálfi frá Coach University.
Birna hefur mikla ástríðu fyrir útivist og hreyfingu. Hún hefur verið hópstjóri FÍ Landvætta, synti yfir Ermarsundið árið 2019 og gekk á gönguskíðum yfir Vatnajökul, svo fátt eitt sé nefnt.