Fólk og menning

Góðir vinnustaðir laða til sín hæft fólk og hæft fólk skilar mestum árangri!

Heilbrigð menning innan fyrirtækja eykur verulega líkur á því að þau nái árangri og skari fram úr á sínu sviði. Slík menning veitir fyrirtækjum forskot gagnvart samkeppnisaðilum sínum.

Befirst veitir fyrirtækjum alhliða þjónustu á sviði vinnustaðamenningar, mannauðsstjórnunar, liðsheildar, stjórnunar, jafnréttismála og heilsueflingar í því skyni að ná framúrskarandi árangri og gera þau að eftirsóknaverðum vinnustöðum.

Árangursrík vinnustaðamenning gerist ekki fyrir tilviljun.

Hafa samband

Þjónusta

Vinnustaðamenning
til árangurs

Árangursrík vinnustaðamenning gerist ekki fyrir tilviljun!

Nánar
Jafnrétti og fjölbreytileiki
til árangurs

Það er ekki nóg að styðja jafnrétti heldur þarf  að framkvæma það!

Nánar
Liðsheild
til árangurs

Traust og samstillt liðsheild byggir upp árangursríkt fyrirtæki!

Nánar
Markþjálfun
til árangurs

Árangur fyrirtækja helst í hendur við færni stjórnenda til valdeflingar starfsfólks og samstarfs!

Nánar
Velferð og heilsa
til árangurs

Flest fyrirtæki eru í heilsubransanum, þitt líka!

Nánar
Vinnustofur og fræðsla
til árangurs

Þjálfun starfsfólk í dag skilar sér í færni til framtíðar!

Nánar

Um Befirst

Birna Bragadóttir er stofnandi og framkvæmdarstjóri Befirst.

Birna hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og hefur veitt mörgum af öflugustu fyrirtækjum landsins ráðgjöf á sviði vinnustaðamenningar, jafnréttimála, stjórnunar og mannauðsmála.

Birna er stjórnarformaður Hönnunarsjóðs Íslands og á sæti í stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur.

Birna starfaði áður sem ráðgjafi hjá Capacent, sat í framkvæmdarstjórn Orku náttúrunnar og starfaði sem ráðgjafi framkvæmdarstjórnar. Hún var starfsþróunarstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og leiddi þar m.a. jafnréttisstarf fyrirtækisins en fyrirtækið hlaut jafnréttisverðlaun Jafnréttisstofu (2013) og Hvatningarverðlaun jafnréttismála (2015). Birna var jafnframt framkvæmdastjóri Sandhótel, starfaði við uppbyggingu þess hótels.  Enn fremur starfaði Birna um langt skeið hjá Icelandair við mannauðsmál, fræðslu- og þjónustustjórnun.

Birna er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Hún er einnig stjórnendamarkþjálfi frá Coach University.

Birna hefur mikla ástríðu fyrir útivist og hreyfingu. Hún hefur verið hópstjóri FÍ Landvætta, synti yfir Ermarsundið árið 2019 og gekk á gönguskíðum yfir Vatnajökul, svo fátt eitt sé nefnt.

„Við ákváðum að hefja verkefnið menning til árangurs í kjölfarið á sameiningu TM og Lykils. Greiningarvinnan í byrjun hjálpaði okkur að fanga þá þætti í menningu tveggja ólíkra félaga sem starfsfólki fannst mikilvægt að halda í og skemmtilegar vinnustofur með þátttöku allra starfsmanna voru ekki síður gagnlegar til koma í orð hvernig menningu starfsfólk vill byggja upp til framtíðar saman. Í framhaldinu stilltum við upp fjölda verkefna að ráðast í sem munu hjálpa okkur við að þróa framtíðarmenningu TM samstæðunnar.“

Erna Agnarsdóttir
mannauðsstjóri TM

Blogg