Liðsheild

til árangurs

Traust er grunnurinn að árangursríkri liðsheild

Teymi er ekki hópur fólks sem vinnur saman, heldur hópur fólks sem treystir hvort öðru. Það sem einkennir árangursrík teymi er traust í samskiptum og sálrænt öryggi þeirra sem tilheyra því. Sálrænt öryggi veitir rými til að spyrja gagnrýnna spurninga, og til að takast á á málefnalegum forsendum. Slíkt öryggi veitir fólki mikilvægt svigrúm til að taka áhættu og til að mistakast. Gæði samskipta hjá liðsfélögum hefur mikil áhrif á frammistöðu, virkni, starfánægju og nýsköpun.

Árangurshringur stjórnunar

Stjórnendur og liðsheildir móta "Árangurshring stjórnunar" sem er liður í því að stilla saman strengi, móta skýrar og samræmdar leikreglur með markmiðum og mælikvörðum sem eiga að tryggja að liðsheildin gangi í takt.

Befirst býður upp stjórnendaþjálfun, eflingu liðsheilda og markþjálfun teyma. Með henni er unnið með styrkleika stjórnenda, traust og sálrænt öryggi, lykilárangursþætti áhrifaríkra teyma með hliðsjón af vinnustaðamenningu fyrirtækisins og hvað stjórnunaráherslur þurfa að vera til staðar til að leiða fyrirtækið til árangurs.

Þjónusta

Vinnustaðamenning
til árangurs

Árangursrík vinnustaðamenning gerist ekki fyrir tilviljun!

Nánar
Jafnrétti og fjölbreytileiki
til árangurs

Það er ekki nóg að styðja jafnrétti heldur þarf  að framkvæma það!

Nánar
Markþjálfun
til árangurs

Árangur fyrirtækja helst í hendur við færni stjórnenda til valdeflingar starfsfólks og samstarfs!

Nánar
Velferð og heilsa
til árangurs

Flest fyrirtæki eru í heilsubransanum, þitt líka!

Nánar
Vinnustofur og fræðsla
til árangurs

Þjálfun starfsfólk í dag skilar sér í færni til framtíðar!

Nánar