MIKILVÆGASTI FUNDUR DAGSINS!
Flestir geta tekið undir það að heilsutengd lífsgæði eru mikils virði og skilar fólki margfalt tilbaka í vellíðan, athafnasemi og góðum samskiptum. Öll eigum við skilið að lifa heilbrigðu lífi. Margir eyða of miklum tíma í að laga slæma heilsu í stað þess að skapa góðar venjur sem hafa jákvæð áhrif til lengri tíma. Sjaldan hefur mikilvægari tími til að fjárfesta í heilsunni eins og einmitt núna.
Góð heilsa starfsfólks er góður “business”. Nú er tækifærið til að finna skapa umhverfi og hvatningu fyrir heilsueflandi vinnustaðamenningu.
Markmiðasetning og góðar venjur í átt að betri heilsu og lífsstíl
Þegar fólk setur sér sín markmið og finnur sínar leiðir á eigin forsendum, er líklegra að árangur nást, en þegar því er einungis sagt hvað það á að gera. Þegar það kemur að því að byggja upp heilbrigðari lífstíl þá á hugtakið „one size fits all“ ekki alltaf við.
Við markmiðasetningu er gagnlegt að notast við aðferðafræði markþjálfunar sem er hvetjandi, styðjandi og styrkleikamiðuð nálgun sem styður fólk í átt að breytingum að bættri heilsu og lífsstíl, hvort sem það er að auka hreyfingu, bæta matar- og svefnvenjur eða bæta samskipti. Markþjálfun virkjar einstaklingar út frá eigin áhuga í átt að árangri og auknu sjálfstrausti. Hænuskref í átt að betri venjum og lífsstíl.
Ferðalag í átt að betri heilsu er langhlaup og ekki gert með töfralausnum. Fyrirlesturinn er hvetjandi og hagnýtur fyrir fólk sem vill nýta veturinn á uppbyggilegan hátt og finna sínar eigin leiðir í átt að betri heilsu og lífsstíl.
Fyrirlesturinn er klukkutími og er bæði hvetjandi og uppbyggilegur fyrir fólk sem vill nýta veturinn á uppbyggilegan hátt.
MÝTUBRJÓTUR (BIAS)
Er vinnustofa sem ætluð er fyrir stjórnendur og starfsfólk sem vilja byggja upp starfsumhverfi þar sem jafnrétti og fjölbreytileiki fær notið sín. Á vinnustofunni eru mýtur,sem stundum eru kallaðar ómeðvitaðir fordómar, sem margir þekkja sem kynbundna fordóma (gender bias) og birtast í vinnuumhverfi á margvísilegan hátt, skoðaðar. Ómeðvitaðir fordómar eru sjálfvirkar huglægar flýtileiðir sem við notum til að vinna úr upplýsingum og taka ákvarðanir.
Mikilvægt er fyrir stjórnendur fyrirtækja og þau sem hafa með ráðningar, hvatningu, endurgjöf og starfsþróun starfsfólks að segja, þekki hvar ómeðvitaðir fordómar geta birst, við ákvarðanatöku í stjórnun og vinnuumhverfinu. Jafnframt hvað ber að varast til og hvernig hægt er að draga úr þeim.
Ómeðvitaðir fordómar geta valdið því að horft sé framhjá hugmyndum og hæfileikum. Þeir geta dregið úr tækifærum fólks til að njóta sín í starfi og ná árangri. Með því að vinna með staðalímyndir og skilja ómeðvitaða fordóma geta stjórnendur tekið betri ákvarðanir og öðlast færni við að byggja upp einstaklinga, teymi og vinnustaðamenningu sem styður við jafnrétti og fjölbreytileika.
Vinnustofan tekur 3 klukkustundir og er ætluð stjórnendum og mannauðsfólki.
ÁRANGURSHRINGUR STJÓRNUNAR
Árangurshringur stjórnunar er stefnumiðaður og tengdur við vinnustaðamenningu sem stjórnunni er ætlað að styðja ásamt mannauðsstefnu fyrirtækisins. Árangurshringurinn stillir saman ákjósanlegri leiðtoga- og samskiptahæfni. Í árangurshringnum koma stjórnendur sér saman um þá hæfni, þekkingu og eiginleika sem stjórnendur þurfa að hafa til að ná árangri og hvernig fyrirtækið getur stutt við að þeir nái því markmiði.
Vinnustofan tekur 3 klukkustundir og er ætluð teymum sem vilja ganga í tak.