Starfsfólk gegnir lykilhlutverki í árangri fyrirtækja
Fyrirtæki sem vilja leggja áherslu á að setja fólk í fyrirrúmi, þurfa að leggja áherslu á að stjórnendur þeirra séu hvetjandi, valdeflandi og leggi sig fram við að draga fram styrkleika starfsfólksins. Hvatning dregur fram styrkleika starfsfólks. Hvetjandi leiðtogar draga fram framsæknar hugmyndir, auka virkni starfsfólks, efla samábyrgð og veita fólki hlutdeild í árangri.
Befirst býður upp einstaklings- og hópmarkþjálfun fyrir stjórnendur sem vilja auka færni sína á þessu sviði. Markþjálfun er hvetjandi og styrkleikamiðuð nálgun sem styður fólk við að ná fram breytingum sem að er stefnt. Þegar fólk setur sér markmið og mótar sínar leiðir að þeim á eigin forsendum, þá er líklegra að árangur nást, en þegar því er einungis sagt með fyrirskipunum hvað það á að gera. Markþjálfun virkjar einstaklinga út frá eigin áhuga í átt að árangri og auknu sjálfstrausti.
Það er ekki nóg að styðja jafnrétti heldur þarf að framkvæma það!
Nánar