Árangursrík vinnustaðamenning styður við stefnu og markmið fyrirtækja!
Rannsóknir sýna að heilbrigð og góð vinnustaðamenning innan fyrirtækja eykur verulega líkur á því að þau nái árangri og skari fram úr á sínu sviði. Þegar vinnustaðamenning styður við stefnu og markmið fyrirtækja, eykur það ekki einungis frammistöðu heldur markar hún sérstöðu sem er erfitt fyrir samkeppnisaðila að líkja eftir.
Árangursríkir stjórnendur vita að heilbrigð vinnustaðamenning gerast ekki fyrir tilviljun, heldur þarf markvisst að vinna að kjörmenningu. Hvort sem markmiðið er að ná samþættingu vinnustaðamenningar við sameiningu fyrirtækja, innleiða breytingar, takast á við breytt samkeppnisumhverfi, efla teymisvinnu eða að sigrast á menningarlegum hindrunum eins og við stafræna innleiðingu og breytta þjónustu.
Góður starfsandi og vellíðan starfsfólks leiðir til betri þjónustu og eykur færni starfsfólks til að takast á við síbreytilegar kröfur viðskiptavina. Fyrirtæki sem vilja ná betri árangri og vera álitinn eftirsóknarverður vinnustaður þurfa að taka vinnustaðamenningu sína til reglulegrar endurskoðunar og þróunar.
Befirst býður upp á heildræna nálgun og árangursmælingar sem greinir lykileinkenni vinnustaðamenningar og ríkjandi leiðtogaeiginleika á vinnustöðum ásamt mælingu á hugarfarsbyltingu sem er að eiga sér stað í vinnustaðamenning. Sú lausn hjálpar stjórnendum að innleiða breytingar innan sinna fyrirtækja með áhrifaríkum hætti þannig að menning fyrirtækisins styðji við markmið þess, stuðli að betri árangri og gefi þeim forskot í samkeppni við aðra.