Kortlagning jafnréttismála og innleiðing jafnréttismenningar
Til þess að áform um jafnrétti og fjölbreytileika náist hjá fyrirtækjum þurfa stjórnendur að hafa hugrekki til að taka af skarið og stíga markviss skref í átt að því markmiði.
Vinnustaðir sem hafa jafnrétti og fjölbreytileika í heiðri eru eftirsóknarverðir. Starfsánægja innan þeirra er meiri en annars staðar. Þeir nýta styrkleika og hæfileika starfsfólks betur og þar sem ólíkir eignleikar og færni fólks fær notið sín. Umræðan er heiðarlegri þar sem tekið er tillit til ólíkra sjónarmiða, jafnframt er ákvarðanatakan markvissari og betri.
Það er ekki nóg að styðja jafnrétti eða tala um það. Stjórnendur þurfa að hafa hugrekki til að framkvæma það. Til að nýta hæfileika allra er best að hafa starfsmannahópinn sem fjölbreyttastan og leyfa hæfileikum hvers og eins að njóta sín, óháð kyni, aldri eða bakrunni.
Befirst býður upp á heildræna nálgun við kortlagningu á stöðu fyrirtækja í jafnréttismálum og fjölbreytileika, ásamt markmiðasetningu og lykilmælikvörðum, fræðslu og þekkingarmiðlun á því sviði. Með henni öðlast stjórnendur og starfsfólk betri þekkingu á málaflokknum. Starfsfólkið fær allt, óháð stöðu, tækifæri til að axla ábyrgð og er jafnframt fengin hlutdeild í að marka skýra sýn og sameiginleg markmið til lengri tíma og skemmri. Með því fá stjórnendur mikilvæg verkfæri í hendur til að efla jafnrétti og vinnustaðamenningu innan fyrirtækja sinna til árangurs.
Árangur fyrirtækja helst í hendur við færni stjórnenda til valdeflingar starfsfólks og samstarfs!
Nánar