Hugarfar stjórnenda skiptir öllu

Jafnrétti kynjanna og fjölbreytileiki eru mannréttindi. Þar skiptir hugarfar stjórnenda öllu.

Jafnrétti og fjölbreytileiki er sanngirnismál

Mikilvægt er að fyrirtæki og stjórnir þeirra láti verkin tala og setji sér jafnréttismarkmið og áætlanir til 5 ára til þess að árangur náist. Jafnréttisáætlun á ekki að vera eingöngu skúffuskjal sem tekið er upp á tillidögum heldur er það virk áætlun með markmiðum og mælikvörðum sem leiða vinnustaðamenninguna í átt að árangri. Til að vel sé gert þurfa jafnréttismarkmiðin og áætlanir að ná til allra þátta í starfssemi fyrirtækisins eins og kjaramála, ráðninga, stöðubreytinga, hlunninda, aðbúnarðar, vinnutíma, samþættingar vinnu og einkalífs ásamt fræðslu til stjórnenda.

Jafnréttismál og fjölbreytileiki eru sanngirnismál og þau fyrirtæki sem hafa þau í heiðri og hafa metnað til að ná árangri skila betri rekstarniðurstöðu, hæfara og ánægðara starfsfólki og betri vinnustaðamenningu sem gerir vinnustaðinn eftirsóknarverðan fyrir hæft og öflugt starfsfólk.

Blogg