Markmiðið var að reka hótel sem veitti framúrskarandi þjónustu til gesta, ásamt því að móta vinnustað sem var bæði góður og eftirsóknarverður.
Eitt af þeim mörgum krefjandi og skemmtilegu verkefnum sem ég hef tekið að mér var að taka þátt í uppbygginu á hágæðahótelinu Sandhotel og stýra því. Það var frábært tækifæri að fá að byggja upp þjónustu- og fyrirtækjamenninguna frá grunni. Þar var sannarlega vandað til verka. Árangurinn lét ekki á sér standa heldur skilaði hann sér í frábærum umsögnum gesta á þjónustunni á öllum þeim bókunarsíðum sem hótelið tengdist.
Gestir hótelsins fundu það strax að vinnuumhverfið var jákvætt og afslappað. Ánægt starfsfólk veitir betri þjónustu og það er góður "business" að vera með réttan fókus á mannauðsmál og þjónustu.
Viðtalið í heild sinni má nálgast hér.